Description
Þessi afar fallega satín samfella er með hálfgerðu korselettu sniði. Áföst stillanleg bönd eru að framan & að aftan svo auðvelt er að festa uppháa sokka við, geggjaðar silfur krækjur koma sérstaklega vel út & passa vel við skemmtilegt snið samfellunnar. Mjúkt hálf gegnsætt svart efni í bland við fallegt satínið veitir henni svo alveg geðveikt kynþokkafullt útlit!